Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vesturlands – Skagamenn ársins 2020

Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vesturladnds á Akranesi var í kvöld útnefnt sem Skagamaður ársins 2020.

Greint var frá kjörinu í kvöld í netútsendingu frá Þorrablóti Skagamanna 2021.

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, greindi frá valinu.

Hulda Gestsdóttir hjúkrunarfræðingur og Sigurður Már Sigmarsson sjúkraflutingamaður tóku við viðurkenningunni frá bæjarstjóranum í kvöld.

Þórður Guðnason var sá fyrsti sem var útnefndur Skagamaður ársins árið 2010. Kjörið í kvöld er því það 12. frá upphafi.

Eftittaldir hafa verið kjörni Skagamenn ársins.

2020: Heilbrigðisstarfsfólk HVE
2019: Andrea Þ. Björnsdóttir
2018: Bjarni Þór Bjarnason
2017: Sigurður Elvar Þórólfsson
2016: Dýrfinna Torfadóttir
2015: Erna Guðnadóttir og Einar J. Ólafsson
2014: Steinunn Sigurðardóttir
2013: Ísólfur Haraldsson
2012: Hilmar Sigvaldason
2011: Haraldur Sturlaugsson
2010: Þórður Guðnason