Nýjustu Covid-19 tölurnar – Vesturland með næst flesta einstaklinga í sóttkví

Einn einstaklingur var greindur með Covid-19 smit innanlands í gær og var sá einstaklingur í sóttkkví. Alls voru tekin 515 sýni innanlands í gær og 432 við landamærin – og greindist ekkert smit hjá farþegum sem komu til landsins í gær.

Á landinu öllu eru nú 64 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 og þar af eru 4 á Vesturlandi.

Covid-19 smit eru til staðar í fjórum landshlutum, á Höfuðborgarsvæðinu eru 44 smit, 7 á Suðurnesjum, 6 á Suðurlandi og 4 á Vesturlandi – samkvæmt tölfræði af vefnum covid.is

Frá upphafi Covid-19 faraldursins hafa 5.990 greinst með COVID-19 hér á landi.

Alls eru 128 einstaklingar á landinu öllu í sóttkví og er Vesturland í öðru sæti á þessum lista með 12 einstaklingar í sóttkví – en flestir eru í sóttkví í Reykjavík eða 104 alls.

x