Karl Jóhann tekur tímabundið við stöðu byggingafulltrúa

Akraneskaupstaður hefur ráðið Karl Jóhann Haagensen byggingafræðing, tímabundið í stöðu byggingafulltrúa.

Hann hefur gegnt stöðu verkefnastjóra á skipulags- og umhverfissviði hjá Akraneskaupstað. Karl mun formlega taka við starfinu 1. febrúar n.k. en þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.

Staðan var auglýst í nóvember s.l. eftir að Stefán Þór Steindórsson ákvað að segja upp störfum. Í tilkynningu frá Akraneskaupstað er Stefáni Þór þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar í nýju starfi.