Nýjustu Covid-19 tölurnar – miðvikudaginn 27. janúar

Alls greindust fjögur Covid-19 smit á landinu í gær og voru allir einstaklingarnir í sóttkví.

Alls hafa nú greinst 6.000 Covid-19 smit frá upphafi á Íslandi.

Rétt rúmlega 1000 sýni voru tekin á landinu í gær – sem er sambærilegur fjöldi og undanfarna daga.

Á Vesturlandi eru aðeins 2 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 smita og einn einstaklingur er í sóttkví. Þessir þrír einstaklingar eru allir í Borgarnesi.