Í gær var ekkert nýtt Covid-19 smit greint á Íslandi. Eitt smit greindist í síðari sýnatöku við landamærin.
Aðeins 43 einstaklingar eru í einangrun á landinu vegna Covid-19 og þar að auki eru mjög fáir í sóttkví eða 28 einstaklingar.
Á Vesturlandi eru tveir einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 smits og eru þeir báðir staðsettir í Borgarnesi – samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi.
Hér fyrir neðan eru nýjustu upplýsingarnar frá covid.is