Tveir leikmenn úr röðum ÍA valdir í úrtakshóp U-17 ára karla hjá KSÍ

Tveir leikmenn úr röðum ÍA eru í hópi 26 leikmanna sem valdir hafa verið í úrtakshóp fyrir U-17 ára landslið Íslands í knattspyrnu. Hópurinn mun æfa dagana 1.-3. febrúar en þjálfari liðsins er Davíð Snorri Jónasson.

Skagamennirnir í hópnum eru þeir Jóhannes Breki Harðarson og Ingi Þór Sigurðsson.

Á myndinni má sjá unga og efnilega leikmenn úr röðum ÍA – sem tengjast ekki efni fréttarinnar. mynd/skagafrettir.is

Einn leikmaður úr KR er einnig með sterka tengingu á Skagann en hann heitir Jóhannes Kristinn Bjarnason – sonur Bjarna Guðjónssonar fyrrum leikmanns ÍA.

Jóhannes Breki og Jóhannes Kristinn eru náfrændur en amma Jóhannesar Breka, Herdís Þórðardóttir er systir afa Jóhannesar Kristins – sem er Guðjón Þórðarson, fyrrum þjálfari og leikmaður ÍA.

Ingi Þór Sigurðsson á einnig stórt og mikið knattspyrnuættartré á Akranesi – en foreldrar hans eru Sigurður Þór Sigursteinsson og Margrét Ákadóttir.

Leikmennirnir koma frá 16 félögum víðsvegar af landinu. Flestir eru frá Fylki eða fjórir alls, þar á eftir koma sex félög með 2 leikmenn og er ÍA eitt þeirra.

Fjölnir (4), ÍA (2), KR (2), Breiðablik (2), Leiknir R. (2), Stjarnan (2), Víkingur R. (2), Þróttur R. (2), FH (1), Fram (1), Fylkir (1), Haukar (1), KA (1), Valur (1), Þór A. (1), Þróttur N. (1).

Hópurinn

Tómas Orri Róbertsson | Breiðablik
Kári Vilberg Atlason | Breiðablik
Róbert Thor Valdimarsson | FH
Halldór Snær Georgsson | Fjölnir
Hilmir Rafn Mikaelsson | Fjölnir
Júlíus Már Júlíusson | Fjölnir
Baldvin Þór Berndsen | Fjölnir
Sigfús Árni Guðmundsson | Fram
Aron Snær Guðbjörnsson | Fylkir
Ingi Þór Sigurðsson | ÍA
Jóhannes Breki Harðarson | ÍA

Óliver Steinar Guðmundsson | Haukar
Björgvin Máni Bjarnason | KA
Birgir Steinn Styrmisson | KR
Jóhannes Kristinn Bjarnason | KR
Shkelzen Veseli | Leiknir R.
Davíð Júlían Jónsson | Leiknir R.
Guðmundur Baldvin Nökkvason | Stjarnan
Adolf Daði Birgisson | Stjarnan
Torfi Geir Halldórsson | Valur
Jóhannes Dagur Geirdal | Víkingur R.
Sigurður Steinar Björnsson | Víkingur R.
Bjarni Guðjón Brynjólfsson | Þór A.
Albert Elí Vigfússon | Þróttur R.
Hinrik Harðarson | Þróttur R.
Geir Sigurbjörn Ómarsson | Þróttur N.