Nýjustu Covid-19 tölurnar – ekkert smit hefur greinst á Akranesi í langan tíma

Í gær greindist ekkert Covid-19 smit innalands en 10 smit greindust á landamærunum.

Alls voru tekin 400 sýni innanlands í gær og rétt um 470 sýni voru tekin á landamærunum.

Á Vesturlandi er staðan þannig að aðeins einn einstaklingur er í einangrun vegna Covid-19 og einn einstaklingur er í sóttkví – og bæði tilvikin eru í Borgarnesi.

Á Akranesi hefur ekkert Covid-19 smit komið upp frá 19. janúar 2021.