Elias Tamburini hefur samið við ÍA og mun leika með félaginu í PepsiMax deildinni 2021.
Vinstri bakvörðurinn lék í fyrra með liði Grindavíkur í næst efstu deild og var það þriðja tímabil hans með Suðurnesjaliðinu.
Elias er frá Finnlandi en hann er 26 ára gamall. Frá þessu er greint á stuðningsmannasíðu ÍA á Englandi. Alls hefur hann leikið 54 leiki með liði Grindavíkur.
Elias fetar þar með í fótspor landa síns – Jan Mikael Berg, sem lék með ÍA sem vinstri bakvörður hluta úr tímabilinu 2013.