Nemendur og starfsfólk FVA hafa gengið hálfa leið til Tene í skemmtilegri áskorun

Nemendur og starfsfólk Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi eru rúmlega hálfnuð með verkefnið „„FVA gengur til góðs til Tene“.

Verkefnið hófst þann 15. janúar s.l. og stendur fram til 15. febrúar. Á þessu tímabili er markmið þeirra sem taka þátt að ganga samtals 4000 km.

Heilsueflingarnefnd FVA stendur fyrir þessu verkefni, í samvinnu við Umhverfisnefnd FVA, stjórn NFFA og bókasafn FVA.

Í tilkynningu frá Heilsueflingarteymi FVA kemur fram að hugmyndin sé að kolefnisjafna ímyndaðar flugferðir til spænsku eyjarinnar Tenerife.

Verkefnið hefur það að markmiði að auka hreyfingu og útiveru nemenda og starfsfólks, ýta undir jákvæðni og hópefli á tímum kórónuveirunnar og efla umhverfisvitund þátttakenda.

Nú þegar taka 177 einstaklingar þátt í þessu verkefni en samhliða fer fram áheitasöfnun þar sem að einstaklingar og fyrirtæki eru hvött til að taka þátt og styrkja gott málefni. Áheitin renna óskert til Skógræktarfélags Akraness – og er ætlunin að gróðursetja tré í nærumhverfi Akraness.

Hópurinn sem tekur þátt í þessu verkefni hefur nú þegar gengið tæplega hálfa leið til Tenerife eða 2.670 km. Öll hreyfing utandyra telur í þessu verkefni, gönguferðir, hlaup, hjólreiðar og sund.

Áheitasöfnun:
0133-15-405
681178-0239

Á heimasíðunni kolvidur.is er að finna reiknivél sem reiknar út kolfefnisjöfnun en síðan er á vegum Landverndar.