„Salka Sól er algjör perla og viljum við senda henni kærar þakkir fyrir komuna,“ segir í tilkynningu frá Skólakór Grundaskóla eftir eftirminnilega heimsókn söngkonunnar í gær – mánudaginn 1. febrúar.
Án efa verður þessi dagur einn sá eftirminnilegasti á skólagöngu margra í kórnum. Söngkonan Salka Sól kom í heimsókn á æfingu og tók hún þátt – bæði hjá eldri og yngri hóp kórsins.
Heimsókn söngkonunnar er hluti af undirbúningi fyrir tónleika sem stefnt er á að fari fram síðar á vorönninni.
Í tilkynningu frá kórnum kemur fram að krakkarnir hafi beðið lengi eftir því að hitta söngkonuna. Upphaflega áttu tónleikarnir að fara fram vorið 2020.
Þessum tónleikum hefur tvívegis verið frestað vegna Covid-19. Krakkarnir í kórnum hafa sýnt ótrúlega þolinmæði þrátt fyrir mótlætið. Salka Sól og kórfélagarnir áttu yndislega stund með Sölku Sól í gær – sem gaf sér góðan tíma með krökkunum í æfingar, spjall og eiginhandaráritanir.