Tvær beinar útsendingar í dag hjá ÍATV – karfa og knattspyrna í boði

Það er nóg um að vera hjá sterkum hópi sjálfboðaliða sem standa að beinum útsendingum á ÍATV. Í dag er boðið upp á tvær beinar útsendingar frá tveimur íþróttagreinum.

Sú fyrri verður kl. 17:30 þegar sýnt verður frá leik í 9. flokki karla í körfuknattleik – en þar mætir ÍA liði Njarðvíkur.

Þetta verður í fyrsta sinn sem 9. flokkur drengja verður í beinni útsendingu á ÍATV en leikurinn fer fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Í gær var sýnt frá leik í 10. flokki drengja þar sem að ÍA sigraði lið ÍR 76-69.

Þegar körfuboltaútsendingunni lýkur verður græjunum ekið upp í Akraneshöll þar sem að sýnt verður frá leik Kára og Knattspyrnufélagi Vesturbæjar í C-deild í riðli 2 í Fótbolti.net æfingamótinu.

Leikurinn hefst kl. 20 en útsendingin kl. 19:45.

Athugið að áhorfendabann gildir bæði í íþróttahúsinu við Vesturgötu og Akraneshöll.