Nýverið sömdu tveir leikmenn við ÍA á ný og framlengdu samninga sína við félagið. Kvennalið ÍA leikur í næst efstu deild á árinu 2021 – Lengjudeildinni, og er spennandi tímabil framundan.
Sandra Ósk Alfreðsdóttir samdi út leiktíðina 2021 og Róberta Lilja Ísólfsdóttir gerði samning til tveggja ára eða til loka tímabilsins 2022.
Róberta Lilja er 19 ára og hefur leikið alls 21 leik fyrir meistaraflokk ÍA – í Íslandsmóti og bikarkeppni.
Sandra Ósk hefur leikið alls 60 leiki fyrir ÍA á Íslandsmóti og bikarkeppni. Hún er 21 árs að aldri og hefur verið lykilmaður í liði ÍA undanfarin misseri.