„Ég ætla að bjóða upp á uppskrift sem er kallaður gulikjúklingurinn á mínu heimili. Þetta er tælenskur kjúklingaréttur með satay- hnetusósu. Hann er í miklu uppáhaldi hjá okkur í fjölskyldunni,“ segir Steindóra Steinsdóttir en „Dódó“ er meistarakokkur vikunnar í fréttaflokknum „Heilseflandi samfélag“ þar sem að hollusta og bragðgæði eru höfð að leiðarljósi.
Dódó er vel þekktur listakokkur og er óhætt að mæla með þessum rétti frá henni. Hún segir að meðlætið geti verið fjölbreytt t.d blómkálscouscous, ofnbakaðar sætar kartöflur, ofnbakað grænmeti eða gott grænt salat.
„Það er best að hugsa um litina í regnboganum þegar meðlætið er valið – maturinn þarf að vera litríkur.“
Dódó segir að hún hafi alltaf haft gaman af því að elda og baka. „Ég byrjaði ung að fylgjast með mömmu minni elda og svo seinna varð ég svo heppin að kynnast samkennara mínum henni Katrínu Leifsdóttur sem hefur líka verið mikil fyrirmynd,“ segir Dódó. Hún sendir keflið á hinn eina sanna Arilíus Hauksson en Eyjapeyjinn og sjóarinn síkáti er mjög hæfileikaríkur í eldhúsinu.
Eins og áður hefur komið fram er þessi fréttaflokkur hluti af flokknum „Heilsueflandi samfélag á Akranesi“. Markmiðið að safna saman bragðgóðum, einföldum og hollum uppskriftum. Með tíð og tíma verður vonandi til staðar sarpur af góðum hugmyndum um holla og einfalda rétti.
Taílenskur kjúklingur/guli kjúklingurinn
með satay-hnetusósu.
900 gr kjúklingur, hægt að nota lundir, læri og bringur.
Bringur eru skornar langsum í c.a 3-4 bita.
4 hvítlauksif
1 tsk kóríenderduft1 tsk cumin-duft
1 tsk túrmerik-duft
1 tsk karrý
4 msk olía
2 msk púðursykur(sukrin gold fyrir þá sem vilja vera sykurlausir)
½ rautt chili-aldin
Blandið þessu saman í matvinnsluvél og smyrjið á kjötið. Geymið í kæli í a.m.k. klukkustund. Grillið kjötið í 5-6 mín á hvorri hlið eða þar til eldað í gegn. Fer eftir þykkt.
Satay-hnetusósa
120 gr salthnetur
1 msk olía
1 laukur, fínsaxaður
2 hvítlauksrif, pressuð
1-2 chili-aldin
½ tsk karrý
¼ cumin-duft
250 ml kókosmjólk
2 msk púðursykur(sukrin gold)
2 tsk límónusafi
Salt( c.a ½-1 tsk)
Fínhakkið hneturnar í matvinnsluvél. Hitið olíu á pönnu og steikið lauk, hvítlauk, chili og krydd þar til laukurinn verður mjúkur í gegn og glær. Bætið hnetunum á pönnuna ásamt kókosmjólk, púðursykri og límónusafa og látið malla í nokkrar mínútur. Bragðbætið sósuna með svolitlu salti eftir smekk.
Blómkálscouscous
6-700 g blómkál
1 kúrbítur
1 msk. smjör
150 g fetaostur í teningum
2 avocado skorið í teninga
1 granatepli
70 g pistasíur, grófhakkaðar
40 g furuhnetur, ristaðar á pönnu.
Skerið blómkálið í mjög litla bita eða setja það í matvinnslu. Steikið kúrbítinn í smjöri á pönnu. Blandið öllu saman í skál eða fat.