Víkingur í Ólafsvík fær þrjá efnilega leikmenn úr röðum ÍA

Þrír leikmenn úr röðum ÍA eru gengnir í raðir Víkings úr Ólafsvík og munu þeir leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar – næst efstu deild.

Leikmennirnir eru allir úr hinu sigursæla 2. flokki ÍA sem varð Íslandsmeistari tvö ár í röð. Leikmennirnir eru

Hlynur Sævar Jónsson, Mikael Hrafn Helgason og Marteinn Hervarsson.

Hlynur er fæddur árið 1999 en hann lék með liði Skallagríms upp yngri flokkana áður en hann kom á Skagann. Hann lék alls 16 leiki með ÍA í PepsiMax deildinni á síðustu leiktíð og skoraði 2 mör. Marteinn er fæddur árið 2001 líkt og Mikael Hrafn.

Víkingar úr Ólafsvík enduðu í 9. sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar sem tók við liðinu um mitt tímabil.

Gunnar Einarsson er þjálfari Víkings en hann þjálfaði lið Kára á síðustu leiktíð og þekkir því þessa leikmenn ágætlega.