Skoski varnarmaðurinn Alex Davey hefur samið við Knattspyrnufélag ÍA og mun hann leika með liðinu í PepsiMax deildinni á tímabilinu 2021.
Davey er 26 ára gamall en hann var í unglingaliðum Chelsea á Englandi og var hann samningsbundinn félaginu þar til hann var 22 ára. Hann lék síðast með Tampa Bay Rowdies í Bandaríkjunum – í næst efstu deild.

Davey hefur leikið með ýmsum liðum sem lánsmaður og má þar nefna Scunthorpe, Peterborough og Crawley.
Árið 2016 var hann á mála hjá Stabæk í norsku úrvalsdeildinni.
Eins og áður segir gerði Davey samning út leiktíðina 2021.