Fasteignamarkaðurinn er líflegur á Akranesi og bæjarfélagið hefur stækkað jafnt og þétt.
Nýjar íbúðir njóta vinsælda hjá kaupendum þar má nefna sem dæmi að 13 nýjar íbúðir við Asparskóga 13 eru nú þegar seldar – aðeins 13 mánuðum eftir að framkvæmdir hófust hjá byggingafyrirtækinu Sjammi ehf.
Fyrirtækið mun reisa samskonar fjölbýlishús í næsta nágrenni eða við Asparskóga 17 og segir Hákon Svavarsson eigandi fasteignasölunnar Valfells að nú sé tæplega helmingur þeirra íbúða seldur rúmlega ári áður en íbúðirnar verða afhentar.
„Þetta verkefni við Asparskóga 13 hefur gengið gríðarlega vel hjá fagmönnunum hjá Sjamma ehf. Hjá fyrirtækinu er til staðar mikil reynsla og þekking sem skilar sér í vönduðum íbúðum,“ segir Hákon en opið hús verður laugardaginn 20. febrúar í Asparskógum 13 þar sem Sigurjón Skúlason og Heimir Einarsson frá Sjamma ehf. verða á staðnum ásamt Hákoni til að veita áhugasömum upplýsingar um nýju íbúðirnar sem afhentar verða í mars 2022.
„Við bjóðum sérstaklega velkomna alla þá sem eru að velta fyrir sér kaupum á sinni fyrstu eign. Og við finnum að það er mikill áhugi á þessum eignum,“ segir Hákon en hægt er að bóka tíma í opna húsið með því að hafa samband í síma 570 4824 eða með tölvupósti á [email protected].
Þetta fjölbýli fellur undir hlutdeildarlán HMS sem er ætlað til að aðstoða fyrstu kaupendur undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fyrstu fasteignakaup. Í þessu kerfi þarf kaupandinn aðeins að leggja fram 5% kaupverðs í útborgun,“ segir Hákon en nánari upplýsingar um hlutdeildarlánin má sjá hér.
Íbúðirnar við Asparskóga er ýmist 2-3 herbergja og eru á verðbilinu 26 – 33,5 milljónir kr. Nánar í auglýsingunni hér fyrir neðan.