Keppt í fyrsta sinn í nýja fimleikahúsinu – allt í beinni útsendingu á ÍATV

Nýr kafli verður skrifaður í langa íþróttasögu ÍA þegar keppt verður í fyrsta sinn í nýja fimleikahúsinu við Vesturgötu. Laugardaginn 20. febrúar fer fram GK-mótið í hópfimleikum og er mótið á vegum Fimleikasambands Íslands og Fimleikafélags ÍA.

Sjálfboðaliðarnir sem halda úti ÍATV, verða með beina útsendingu frá mótinu og verður útsendingin frá morgni til kvölds. Vegna áhorfendabanns verður ekki í boði að horfa á keppnina í fimleikahúsinu sjálfu.

Hér er dagskráin á ÍATV:

Dagskrá mótsins í heild sinni er hér:

https://fimleikasamband.is/…/GK_skipulag_uppfaert-17…