Bjartari tímar framundan í getraunaáskorun KFÍA – Smári og Gísli eigast við að nýju

Getraunaáskorun tippklúbbs Knattspyrnufélags ÍA rúllar nú inn í átjándu viku tímabilsins. Á undanförnum vikum hafa margir snillingar rúllað upp sínum viðureignum – Óskar Rafn Þorsteinsson komst áfram í 15. umferð en varð að játa sig sigraðann í 16. umferð gegn Smára Guðjónssyni. Gísli Gíslason og Smári skildu síðan jafnir í 17. umferð og eigast þeir við að nýju í 18. umferð.

Einar Brandsson er í brúnni í getraunastarfi KFÍA og segir hann að nú sé þörf á að styrkja klúbbin sinn og ekki verra ef því fylgir bónus en þessa helgina er um 100 millur fyrir 13 rétta. Einar vonast til þess að fljótlega geti getraunastarf KFÍA farið nær „eðlilegu“ horfi og er vonast til þess að hópurinn geti hist þann 27. febrúar.

Benedikt Valtýsson er sá sem er efstur í þessari áskorun en hann var samfellt með í sjö vikur – sem er besti árangurinn í áskoruninni til þessa.

Getraunakeppnin er með þeim hætti að keppendur fylla út 96 raðir í Enska boltanum. Sá sem fær fleiri rétta er sigurvegari og fær nýjan mótherja í næstu umferð. Ef jafnt er hjá keppendum þá halda þeir báðir áfram í næstu umferð.

Getraunastarf Knattspyrnufélags ÍA hefur í gegnum tíðina verið fastur punktur í tilverunni hjá fjölmörgum á Akranesi. Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur tippklúbbur KFÍA lagt áherslu á að nýta tæknina í getraunastarfinu og er það leikur einn að taka þátt og styðja við bakið á KFÍA á sama tíma.

Úrslit úr fyrri umferðum:

1. Sigmundur Ámundason – Kristleifur Skarphéðinn Brandsson.
2. Sigmundur Ámundason – Jón Örn Arnarson.
3. Jón Örn Arnarson – Bryndís Guðjónsdóttir. – jafntefli.
4. Jón Örn Arnarson – Bryndís Guðjónsdóttir.- jafntefli.
5. Jón Örn Arnarson – Bryndís Guðjónsdóttir.
6. Jón Örn Arnarson – Örn Gunnarsson.
7. Örn Gunnarsson – Sigurður Páll Harðarson.
8. Örn Gunnarsson – Benedikt Valtýsson. – jafntefli.
9. Örn Gunnarsson – Benedikt Valtýssson.
10. Benedikt Valtýssson – Þuríður Magnúsdóttir.
11. Benedikt Valtýsson – Arnbjörg Stefánsdóttir
12. Benedikt Valtýsson – Jón Gunnlaugsson.
13. Benedikt Valtýsson – Viktor Elvar Viktorsson. – jafntefli.
14. Benedikt Valtýsson – Viktor Elvar Viktorsson.
15. Viktor Elvar Viktorsson – Óskar Rafn Þorsteinsson.
16. Óskar Rafn Þorsteinsson – Smári Guðjónsson.
17. Smári Guðjónsson – Gísli Gíslason.
18. Smári Guðjónsson – Gísli Gislason.


Í lok tímabilsins fer fram keppni á milli þeirra tippsérfræðingar sem sigrað hafa í flestum viðureignum eða náð bestum árangri. Nánari útfærsla á úrslitakeppninni verður birt síðar.

Einar Brandsson er í forsvari fyrir getraunastarf KFÍA. Einar segir í samtali við Skagafréttir að vegna Covid-19 sé ekki hægt að hefja hið hefðbundna getraunastarf með venjulegum hætti.

Smári spáir þannig fyrir leiki helgarinnar:

Gísli spáir þannig fyrir leiki helgarinnar:

„Það er mikil þörf að styðja við bakið á KFÍA með þessum hætti. Þeir sem vilja taka þáttt geta sent inn sínar raðir á [email protected] – það þarf að gerast fyrir kl. 10.00 á laugardagsmorgni.