Sjálfsafgreiðsluvél verður sett upp við Guðlaugu

Bæjarráð Akraness samþykkti á síðasta fundi sínum beiðni um viðbótarfjármagn til reksturs Guðlaugar við Langasand að upphæð 2,7 milljónir.

Fjármagnið verður notað til þess að kaupa sjálfsafgreiðsluvél – en í fundargerð ráðsins kemur fram að tækjabúnaðurinn sé nauðsynlegur til að tryggja framkvæmd við gjaldtöku í mannvirkið.

Bæjarráð samþykkti einnig beiðni um viðbótarfjármagns til Guðlaugar að fjárhæð kr. 400.000 vegna kaupa á þjónustu til að moka sandi úr neðri potti laugarinnar en heimildin féll út við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar í desember síðastliðnum.

Málið verður lagt fyrir bæjarstjórn Akraness á næsta fundi – þann 23. febrúar n.k.