Venus og Víkingur hafa landað tæplega 4000 tonnum af loðnu á Akranesi

Uppsjávarskipin Venus NS og Víkingur AK hafa landað samtals rúmlega 3.800 tonnum af loðnu á Akranesi í marsmánuði – samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu.

Rúmlega 650 tonn af hrognum hafa skilað sér í vinnsluna hér á Akranesi samkvæmt vef Fiskistofu.

Venus NS landaði 1. og 3. mars. Í fyrri lönduninni var skipið með 440 tonn af loðnu og rúmlega 1550 tonn í síðari lönduninni. Í fyrri lönduninni voru 96 tonn af hrognum og rétt um 270 tonn í síðari lönduninni.

Víkingur AK landaði þann 4. mars alls 1800 tonnum af loðnu sem skilaði af sér um 280 tonnum af hrognum.

Loðnuhrogn­in en þau eru verðmæt­asta afurð loðnuvertíðar­inn­ar. Í vinnslunni er loðnan skor­in og sett í hrogna­skilju þar sem hrogn­in eru skil­in frá áður en þau eru hreinsuð. Á Akra­nesi fara hrogn­in ým­ist í fryst­ingu eða í frek­ari vinnslu hjá Vigni G. Jóns­syni, dótt­ur­fyr­ir­tæki Brims á Akra­nesi. Lang­mest af afurðunum fer til Jap­ans.