Knattspyrnudómarafélag Akraness er elsta starfandi knattspyrnudómarafélag landsins en félagið hélt upp á hálfrar aldar afmæli á síðasta ári. Afmælishátíð félagsins og ýmsum viðburðum sem félagið hafði skipulagt á árinu 2020 hefur ítrekað verið frestað vegna Covid-19 ástandsins en úr því verður bætt við fyrsta tækifæri á árinu 2021.
Guðjón Finnbogason og Friðjón Edvardsson stofnuðu félagið árið 1970 ásamt fleiri Skagamönnum knattspyrnudómarafélag sem fékk heitið Knattspyrnudómarafélag Akraness eða KDA.
Í tilefni afmælis KDA veitti KSÍ eftirfarandi dómurum heiðursnælur KSÍ sem Guðni Bergsson formaður KSÍ tilkynnti félagsmönnum á rafrænu lokahófi KDA 2020.
Heiðursmerki KSÍ úr silfri
Guðmundur Valgeirsson
Jónas Geirsson
Steinar Berg Sævarsson
Sævar Jónsson
Valgeir Valgeirsson
Ægir Magnússon
Heiðursmerki KSÍ úr gulli
Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Á lokahófi KDA var tilkynnt um árlegt val á Besta dómara KDA 2020, Efnilegasta dómara KDA 2020, Verðmætasta dómara KDA 2020 Besta dómara yngriflokka ÍA sem valið er af þjálfurum ÍA.
Besti dómari KDA 2020
Ívar Orri Kristjánsson
Efnilegasti dómari KDA 2020
Arnþór Helgi Gíslason
Verðmætasti dómari KDA 2020
Gilmar Þór Benediktsson
Besti dómari að mati þjálfara ÍA 2020
Arnþór Helgi Gíslason
Í gegnum tíðina hefur KDA átt fjölmarga dómara sem starfa og hafa starfað á efsta stigi knattspyrnunnar á Íslandi. Núverandi félagsmenn KDA eru 21 og starfa þeir í yngri flokkum á Akranesi og einnig dæma flestir þeirra í deildakeppnum KSÍ. KDA er það félag á Íslandi sem útvegar KSÍ flesta dómara allra liða á landinu. Í dag starfa fimm dómarar í efstu deild karla og þar af eru tveir alþjóðadómarar, þeir Ívar Orri og Egill Guðvarður.
KDA/ÍA hefur fengið fjölmörg verðlaun fyrir dómgæslu í gegnum tíðina og má þar nefna að í fjórgang hefur félagið fengið dómaraverðlaun KSÍ sem veitt eru árlega á ársþingi KSÍ, nú síðast fyrir árið 2018. Verðlaunin eru veitt því félagi sem skarar fram úr í grasrótarstarfi er tengjast dómaramálum.
KDA vill nota tækifærið og þakka eftirfarandi fyrirtækjum fyrir veittan stuðning í tengslum við afmæli félagsins:
@home – Bílasprautun Vesturlands – Bílver – Bílaverkstæði Hjalta – Blikksmiðja Guðmundar – Domus Nova fasteignasala – Fasteignasalan Hákot – Henson – KSÍ – Kjöthúsið – Lindex – Nesafl – Olís – Rammar og myndir – Samkaup – Saumastofa Helgi Jenssonar – Sjóvá-Almennar – Topp útlit – Útgerð Eymars Einarssonar