Sigurður og Magnús eigast við að nýju í getraunaáskorun KFÍA

Getraunaáskorun tippklúbbs Knattspyrnufélags ÍA rúllar nú inn í tuttugustu og fyrstu viku tímabilsins. Spennan fer vaxandi með hverri vikunni sem líður. Sigurður M. Sigurðsson og Magnús Brandsson eigast við að nýju í þessari umferð en þeir skildu jafnir um síðustu helgi með 8 rétta.

Sigurður M. er að hefja sína þriðju viku í keppninni en Benedikt Valtýsson á enn metið og er hann sá sem er efstur í þessari áskorun. Hinn þaulreyndi bakvörður úr gullaldarliði ÍA var samfellt með í sjö vikur – sem er besti árangurinn í áskoruninni til þessa.

Einar Brandsson er í skipstjórinn brúnni í getraunastarfi KFÍA og segir hann að nú sé þörf á að styrkja klúbbin sinn og ekki verra ef því fylgir bónus en þessa helgina er um 100 millur fyrir 13 rétta.

Getraunastarfið hjá KFÍA verður ekki aðeins í rafrænum þar sem að tilslakanir í samkomuhaldi gerir hópnum það kleift að hittast á tímabilinu 11-13 á Jaðarsbökkum. Þar er bakkelsi í boði frá Kallabakarí og mikið framboð af spjalli frá vitringum og einstaklingum sem allt vita um getraunir og knattspyrnu.

Þeir sem ekki komast en vilja senda inn raðir í gegnum kerfið hjá klúbbnum geta sent raðir (fyrir kl 12.00 laugardag) á Einar Brandsson ([email protected] eða á massenger á fb) og verða þær þá settar inn í kerfið.

Þeir sem tippa í gegnum Getraunakerfi KFÍA styrkja okkar félag aukalega þar sem hærra hlutfall af hverri röð rennur beint til KFÍA heldur en ef tippað er á 1×2.is eða á sölustöðum.

Getraunakeppnin er með þeim hætti að keppendur fylla út 96 raðir í Enska boltanum. Sá sem fær fleiri rétta er sigurvegari og fær nýjan mótherja í næstu umferð. Ef jafnt er hjá keppendum þá halda þeir báðir áfram í næstu umferð.

Úrslit úr fyrri umferðum:

1. Sigmundur Ámundason – Kristleifur Skarphéðinn Brandsson.
2. Sigmundur Ámundason – Jón Örn Arnarson.
3. Jón Örn Arnarson – Bryndís Guðjónsdóttir. – jafntefli.
4. Jón Örn Arnarson – Bryndís Guðjónsdóttir.- jafntefli.
5. Jón Örn Arnarson – Bryndís Guðjónsdóttir.
6. Jón Örn Arnarson – Örn Gunnarsson.
7. Örn Gunnarsson – Sigurður Páll Harðarson.
8. Örn Gunnarsson – Benedikt Valtýsson. – jafntefli.
9. Örn Gunnarsson – Benedikt Valtýssson.
10. Benedikt Valtýssson – Þuríður Magnúsdóttir.
11. Benedikt Valtýsson – Arnbjörg Stefánsdóttir
12. Benedikt Valtýsson – Jón Gunnlaugsson.
13. Benedikt Valtýsson – Viktor Elvar Viktorsson. – jafntefli.
14. Benedikt Valtýsson – Viktor Elvar Viktorsson.
15. Viktor Elvar Viktorsson – Óskar Rafn Þorsteinsson.
16. Óskar Rafn Þorsteinsson – Smári Guðjónsson.
17. Smári Guðjónsson – Gísli Gíslason.
18. Smári Guðjónsson – Gísli Gislason.
19. Smári Guðjónsson – Sigurður M. Sigurðsson.
20. Sigurður M. Sigurðsson – Magnús D. Brandsson.
21. Sigurður M. Sigurðsson – Magnús D. Brandsson.

Getraunastarf Knattspyrnufélags ÍA hefur í gegnum tíðina verið fastur punktur í tilverunni hjá fjölmörgum á Akranesi. Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur tippklúbbur KFÍA lagt áherslu á að nýta tæknina í getraunastarfinu og er það leikur einn að taka þátt og styðja við bakið á KFÍA á sama tíma.

Mætum á Laugardaginn kl1100-1300 á Jaðarsbakkana. Kaffi, bakkelsi frá Kalla Bakarí og vitringa spjall.

Þeir sem ekki komast en vilja senda inn raðir í gegnum kerfið hjá okkur geta sent raðir (fyrir kl 12.00 laugardag) á Einar Brandsson ([email protected] eða á massenger) og verða þær þá settar inn í kerfið hjá okkur. Þeir sem tippa í gegnum Getraunakerfi KFÍA styrkja okkar félag aukalega þar sem hærra hlutfall af hverri röð rennur beint til KFÍA heldur en ef tippað er á 1×2.is eða á sölustöðum.

Magnús spáir þannig fyrir leiki helgarinnar:

Sigurður M. spáir þannig fyrir leiki helgarinnar: