Niðurgreiðslur hækkaðar vegna vistunar hjá dagforeldrum

Niðurgreiðslur til foreldra vegna barna sem eru hjá dagforeldrum hér á Akranesi verða hækkaðar frá og með 1. apríl n.k.

Skóla – og frístundaráð bæjarins lagði slíka tillögu fyrir bæjarráð – og var tillagan samþykkt og aðeins á eftir að fá formlega afgreiðslu frá Bæjarstjórn Akraness.

Niðurgreiðsla til foreldra fer upp í 70.000 kr. miðað við fulla vistun eða 8 tíma eða meira. Þessi niðurgreiðsla var áður 55.000 kr.

Fyrir foreldra fjölburabarna sem kaupa vistun hjá dagforeldrum í 4-8 klukkustundir hækkar niðurgreiðslan úr kr. 63.000 kr. í kr. 78.000 á mánuði og fyrir annað fjölburabarn hækkar niðurgreiðslan úr kr. 100.000 í kr. 130.000.

Hækkun niðurgreiðslu til foreldra vegna vistunar barns í skemmri tíma en fulla vistun verður hlutfallsleg miðað við dvalarstundafjölda barnsins.

Bæjarráð samþykkir að hækkunin gildir frá 1. apríl næstkomandi.