Arnór og Björn valdir í A-landsliðshóp Íslands – þrír leikir framundan í mars

Tveir leikmenn sem hafa leikið með ÍA eru í A-landsliðshóp karla sem leikur þrjá leiki í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2022. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari tilkynnti hópinn í dag

Arnór Sigurðsson sem leikur með CSKA í Moskvu er í hópnum líkt og Björn Bergmann Sigurðarson sem leikur með Molde í Noregi.

Ísland mætir Þýskalandi 25. mars, Armeníu 29. mars og Liechtenstein 31. mars, en allir leikirnir eru liður í undankeppni HM 2022.

Þetta eru fyrstu leikirnir undir stjórn Arnars Þórs og á sama tíma verður leikurinn gegn Þýskalandi leikur númer 500 hjá A karla.

Hópurinn

Hannes Þór Halldórsson | Valur | 74 leikir
Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 17 leikir
Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 7 leikir
Birkir Már Sævarsson | Valur | 95 leikir, 2 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson | Darmstadt | 23 leikir
Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 36 leikir, 3 mörk
Ragnar Sigurðsson | Rukh Lviv | 97 leikir, 5 mörk
Alfons Sampsted | Bodö Glimt | 2 leikir
Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 77 leikir
Kári Árnason | Víkingur R. | 87 leikir, 6 mörk
Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 34 leikir, 2 mörk
Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 19 leikir, 2 mörk
Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 18 leikir, 1 mark
Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 91 leikur, 2 mörk
Birkir Bjarnason | Brescia | 92 leikir, 13 mörk
Rúnar Már Sigurjónsson | CFR Cluj | 30 leikir, 1 mark
Arnór Ingvi Traustason | New England Revolution | 37 leikir, 5 mörk
Gylfi Þór Sigurðsson | Everton | 78 leikir, 25 mörk
Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 77 leikir, 8 mörk
Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 11 leikir, 1 mark
Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 55 leikir, 3 mörk
Kolbeinn Sigþórsson | IFK Göteborg | 60 leikir, 26 mörk
Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 18 leikir, 3 mörk
Hólmbert Aron Friðjónsson | Brescia | 4 leikir, 2 mörk
Björn Bergmann Sigurðarson | Molde | 17 leikir, 1 mark