Skapa þarf fullnægjandi aðstæður til kennslu í Grundaskóla – skýrsla Verkís var kynnt í gær

Ráðast þarf í viðamiklar endurbætur á húsnæði Grundaskóla vegna rakaskemmda. Á næstu dögum og vikum ætla bæjaryfirvöld að taka ákvarðanir um þær framkvæmdir til að skapa fullnægjandi aðstæður til kennslu.

Þetta kom fram á kynningarfundi sem fram fór í gær þar sem að skýrsla Verkís á ástandi húsnæðis Grundaskóla. Úttekt Verkís var framkvæmd eftir að upp komu heilsufarseinkenni hjá nokkrum nemendum og starfsmönnum skólans.

Alls voru tekin 75 sýni í úttekt Verkís. Í skýrslunni kemur fram að miðað þann fjölda af sýnum sem var tekinn þá var hlutfall hækkaðra gilda ekki hátt eða um 13 sýni af 75 (17%). Ekki voru tekin sýni af skemmdum stöðum

Þar sem forskrift Verkís og Akranesbæjar er að fjarlægja skemmt byggingarefni í Grundaskóla. Niðurstaðan er þó sú að töluverðs viðhalds er þörf og sú vinna er þegar hafin.

Ástandið er verst í elsta hluta Grundaskóla, í C-álmu þar sem að kennslurými yngstu nemenda skólans eru. Einnig eru tvö rými í B-álmu, kennslurými unglingadeildar, lokuð vegna rakaskemmda og viðamiklar viðgerðir þegar hafnar.

Á undanförnum vikum hefur allt skólastarf Grundaskóla verið stokkað upp og aðgerðaáætlun virkjuð. Nemendur og starfsfólk hafa verið tekin úr þeim rýmum þar sem talið er að loftgæði séu ófullnægjandi.

Um þessar mundir fer skólastarf Grundaskóla fram á sjö mismunandi stöðum í bænum.

Hér fyrir neðan eru ýmis gögn frá upplýsingafundinum sem fram fór í gær.