Magnúsi rúllað upp og Eggert formaður mættur til að stöðva sigurgöngu Sigurðar

Getraunaáskorun tippklúbbs Knattspyrnufélags ÍA rúllar nú inn í tuttugustu og aðra viku tímabilsins. Spennan fer vaxandi með hverri vikunni sem líður.

Sigurður M. Sigurðsson heldur sínu striki eftir að hafa rúllað yfir Magnús Brandsson um s.l. helgi. Mótherji Sigurðar í þessari viku er nýkjörinn formaður Knattspyrnufélags Akraness, Eggert Herbertsson, sem þykir getspakur.

Sigurður M. er að hefja sína fjórðu viku í keppninni en Benedikt Valtýsson á enn metið og er hann sá sem er efstur í þessari áskorun. Hinn þaulreyndi bakvörður úr gullaldarliði ÍA var samfellt með í sjö vikur – sem er besti árangurinn í áskoruninni til þessa.

Einar Brandsson er í skipstjórinn brúnni í getraunastarfi KFÍA og segir hann að nú sé þörf á að styrkja klúbbin sinn og ekki verra ef því fylgir bónus en þessa helgina er um 100 millur fyrir 13 rétta.

Getraunastarfið hjá KFÍA verður ekki aðeins í rafrænum þar sem að tilslakanir í samkomuhaldi gerir hópnum það kleift að hittast á tímabilinu 11-13 á Jaðarsbökkum. Þar er bakkelsi í boði frá Kallabakarí og mikið framboð af spjalli frá vitringum og einstaklingum sem allt vita um getraunir og knattspyrnu.

Þeir sem ekki komast en vilja senda inn raðir í gegnum kerfið hjá klúbbnum geta sent raðir (fyrir kl 12.00 laugardag) á Einar Brandsson ([email protected] eða á massenger á fb) og verða þær þá settar inn í kerfið.

Þeir sem tippa í gegnum Getraunakerfi KFÍA styrkja okkar félag aukalega þar sem hærra hlutfall af hverri röð rennur beint til KFÍA heldur en ef tippað er á 1×2.is eða á sölustöðum.

Getraunakeppnin er með þeim hætti að keppendur fylla út 96 raðir í Enska boltanum. Sá sem fær fleiri rétta er sigurvegari og fær nýjan mótherja í næstu umferð. Ef jafnt er hjá keppendum þá halda þeir báðir áfram í næstu umferð.

Úrslit úr fyrri umferðum:

1. Sigmundur Ámundason – Kristleifur Skarphéðinn Brandsson.
2. Sigmundur Ámundason – Jón Örn Arnarson.
3. Jón Örn Arnarson – Bryndís Guðjónsdóttir. – jafntefli.
4. Jón Örn Arnarson – Bryndís Guðjónsdóttir.- jafntefli.
5. Jón Örn Arnarson – Bryndís Guðjónsdóttir.
6. Jón Örn Arnarson – Örn Gunnarsson.
7. Örn Gunnarsson – Sigurður Páll Harðarson.
8. Örn Gunnarsson – Benedikt Valtýsson. – jafntefli.
9. Örn Gunnarsson – Benedikt Valtýssson.
10. Benedikt Valtýssson – Þuríður Magnúsdóttir.
11. Benedikt Valtýsson – Arnbjörg Stefánsdóttir
12. Benedikt Valtýsson – Jón Gunnlaugsson.
13. Benedikt Valtýsson – Viktor Elvar Viktorsson. – jafntefli.
14. Benedikt Valtýsson – Viktor Elvar Viktorsson.
15. Viktor Elvar Viktorsson – Óskar Rafn Þorsteinsson.
16. Óskar Rafn Þorsteinsson – Smári Guðjónsson.
17. Smári Guðjónsson – Gísli Gíslason.
18. Smári Guðjónsson – Gísli Gislason.
19. Smári Guðjónsson – Sigurður M. Sigurðsson.
20. Sigurður M. Sigurðsson – Magnús D. Brandsson.
21. Sigurður M. Sigurðsson – Magnús D. Brandsson.
22. Sigurður M. Sigurðsson – Eggert Herbertsson.

Eggert spáir þannig fyrir leiki helgarinnar:

Sigurður M. spáir þannig fyrir leiki helgarinnar: