Íslandsmót unglinga í keilu fór fram um s.l. helgi í Egilshöll. Stór hópur ungra keilara frá ÍA tók þátt og var árangurinn góður eftir miklar æfingar að undanförnu. Margir bættu árangur sinn og ÍA eignaðist Íslandsmeistara – líkt og félagið hefur gert á hverju ári frá stofnun félagsins.
Friðmey Dóra Richter og Haukur Leó Ólafsson fengu viðurkenningu í 5. flokki.
Særós Erla Jóhönnudóttir fagnaði Íslandsmeistaratitli í 4. flokki stúlkna og Nína Rut Magnúsdóttir varð Íslandsmeistari í 3.fl. stúlkna.
Í 3. flokki. pilta varð Tómas Freyr Garðarsson í 4. sæti og Matthías Leó Sigurðsson varð í öðru sæti eftir mikla keppni.
Í 2. flokki stúlkna varð Viktoría Hrund Þórisdóttir í 4. sæti.
Í 1. flokki pilta varð Hlynur Helgi Atlason í 3. sæti og Ísak Birkir Sævarsson í 5. sæti.
Í opnum flokki kepptu til úrslita þrír efstu óháð aldri. Þar kepptu Matthías Leó og Hlynur Helgi um efsta sætið þar sem að Hlynur Helgi hafði betur.