Nýjustu Covid-19 tölurnar – 25. mars 2021

Alls greindust átta einstaklingar með Covid-19 smit í gær á Íslandi og voru allir einstaklingarnir í sóttkví.

Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna sem hófst kl. 11 í dag.

Hertar aðgerðir vegna Covid-19 tóku gildi á miðnætti 25. mars og verða þær reglur í gildi fram til 15. apríl.

Á Vesturlandi eru fjórir einstaklingar í sóttkví samkvæmt upplýsingum á covid.is en fimm samkvæmt nýjum upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi.