Bólusetningar vegna Covid-19 hafa verið mikið í umræðunni á Íslandi og víðar. Á upplýsingasíðunni covid.is er ýmiskonar tölfræði sem er áhugvert að skoða og þar eru nokkur jákvæð atriði sem snúa að Vesturlandi.
Hlutfallslega er Vesturland í góðum málum á landsvísu þegar kemur að fjölda þeirra einstaklinga sem hafa fengið bóluefni gegn Covid-19.
Á landinu öllu hafa 60.366 skammtar verið gefnir alls og hafa 39.633 einstaklingar fengið bólusetningu. Fullbólusettir eru 20.733 einstaklingar og 18.900 einstaklingar hafa fengið fyrri sprautuna en eiga eftir að fá þá síðari.
Í gögnum á covid.is er landshlutunum skipt upp í töflu þar sem að hlutfall bólusetninga er reiknað út miðað við fjöldi bólusettra á hverja 100.000 íbúa eftir lögheimili. Í stuttu máli má segja að það sé verið að reikna út frá „höfðatölu“ viðkomandi landshluta. Þar kemur Vesturland mjög vel út. Vesturland er efsta sæti á lista yfir bólusetningar sem eru hafnar og í fjórða sæti á lista yfir fullbólusetta einstaklinga.
Fjöldi bólusettra eftir lögheimili
Fullbólusettir | Bólusetning hafin | Óbólusettir | |
Austurland | 711 | 638 | 9544 |
Höfuðborgarsvæði | 12362 | 11698 | 212468 |
Norðurland | 2815 | 2017 | 31916 |
Suðurland | 1859 | 1920 | 27609 |
Suðurnes | 1287 | 1074 | 25834 |
Vestfirðir | 469 | 205 | 5611 |
Vesturland | 1215 | 1325 | 16215 |
Fjöldi bólusettra á hverja 100.000 íbúa eftir lögheimili
Fullbólusettir | Bólusetning hafin | |
Austurland | 6527 | 5857 |
Höfuðborgarsvæði | 5226 | 4946 |
Norðurland | 7660 | 5489 |
Suðurland | 5923 | 6117 |
Suðurnes | 4565 | 3809 |
Vestfirðir | 7462 | 3262 |
Vesturland | 6478 | 7065 |
Hér má sjá hvernig staðan er í aldurshópum á landsvísu.
Fullbólusettir | Bólusetning hafin | Óbólusettir | |
16-29 ára | 1266 | 2994 | 69225 |
30-39 ára | 1433 | 1782 | 51575 |
40-49 ára | 1501 | 1873 | 44755 |
50-59 ára | 1384 | 2079 | 40208 |
60-69 ára | 1890 | 1550 | 34839 |
70-79 ára | 2097 | 7419 | 14633 |
80-89 ára | 8768 | 1186 | 363 |
90 ára og eldri | 2390 | 16 | 72 |