Hvernig er staðan á bólusetningum vegna Covid-19 á Vesturlandi í samanburði við aðra landshluta?

Bólusetningar vegna Covid-19 hafa verið mikið í umræðunni á Íslandi og víðar. Á upplýsingasíðunni covid.is er ýmiskonar tölfræði sem er áhugvert að skoða og þar eru nokkur jákvæð atriði sem snúa að Vesturlandi.

Hlutfallslega er Vesturland í góðum málum á landsvísu þegar kemur að fjölda þeirra einstaklinga sem hafa fengið bóluefni gegn Covid-19.

Á landinu öllu hafa 60.366 skammtar verið gefnir alls og hafa 39.633 einstaklingar fengið bólusetningu. Fullbólusettir eru 20.733 einstaklingar og 18.900 einstaklingar hafa fengið fyrri sprautuna en eiga eftir að fá þá síðari.

Í gögnum á covid.is er landshlutunum skipt upp í töflu þar sem að hlutfall bólusetninga er reiknað út miðað við fjöldi bólusettra á hverja 100.000 íbúa eftir lögheimili. Í stuttu máli má segja að það sé verið að reikna út frá „höfðatölu“ viðkomandi landshluta. Þar kemur Vesturland mjög vel út. Vesturland er efsta sæti á lista yfir bólusetningar sem eru hafnar og í fjórða sæti á lista yfir fullbólusetta einstaklinga.

Fjöldi bólusettra eftir lögheimili


FullbólusettirBólusetning hafinÓbólusettir
Austurland7116389544
Höfuðborgarsvæði1236211698212468
Norðurland2815201731916
Suðurland1859192027609
Suðurnes1287107425834
Vestfirðir4692055611
Vesturland1215132516215

Fjöldi bólusettra á hverja 100.000 íbúa eftir lögheimili


FullbólusettirBólusetning hafin
Austurland65275857
Höfuðborgarsvæði52264946
Norðurland76605489
Suðurland59236117
Suðurnes45653809
Vestfirðir74623262
Vesturland64787065

Hér má sjá hvernig staðan er í aldurshópum á landsvísu.


FullbólusettirBólusetning hafinÓbólusettir
16-29 ára1266299469225
30-39 ára1433178251575
40-49 ára1501187344755
50-59 ára1384207940208
60-69 ára1890155034839
70-79 ára2097741914633
80-89 ára87681186363
90 ára og eldri23901672