Akraneskaupstaður stólar enn frekar á ráðningarkerfið Alfreð

Akraneskaupstaður mun stóla enn frekar á ráðningakerfið Alfreð þegar kemur að umsóknum um störf hjá atvinnuleitendum.

Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs á síðasta fundi ráðsins var samþykkt 1,4 milljóna kr. viðbótarframlag vegna afnota-og þjónustugjalda af auglýsinga- og ráðningarkerfinu „ Alfreð“.

Alfreð var stofnaður og settur í loftið í febrúar 2013. Síðan 2013 hefur Alfreð appið og vefurinn alfred.is vaxið hratt og er nú orðinn stærsti atvinnuleitarmiðillinn á Íslandi. Í október 2016 opnaði Alfreð fyrir möguleikann fyrir notendur appsins að sækja um störf með Alfreð prófílnum sínum. Í leiðinni opnaði Alfreð stórglæsilegt úrvinnslutól umsókna fyrir fyrirtækin. Notendur Alfreð appsins skipta tugþúsundum og fjölgar á hverjum degi.