Bæjarráð Akraness samþykkti á síðasta fundi sínum að veita 5 milljónum kr. vegna forhönnunar á C-álmu Grundaskóla.
Í bókun ráðsins kemur fram að þessi þáttur sé nauðsynlegur til að unnt sé að áætla með sem bestum hætti heildarkostnað vegna þeirra endurbóta sem þörf verður að ráðast í vegna stöðu loftgæða í Grundaskóla.
Eins og áður hefur komið fram þarf að ráðast í viðamiklar endurbætur á húsnæði Grundaskóla vegna rakaskemmda. Ástandið er verst í elsta hluta skólans, í C-álmu þar sem að kennslurými yngstu nemenda skólans eru. Einnig eru tvö rými í B-álmu, kennslurými unglingadeildar, lokuð vegna rakaskemmda og viðamiklar viðgerðir þegar hafnar.
Skapa þarf fullnægjandi aðstæður til kennslu í Grundaskóla – skýrsla Verkís var kynnt í gær