Skagamaðurinn Ísólfur Haraldsson er nýr umboðsmaður tónlistarmannsins Bubba Morthens. Þetta kemur fram á Instagram síðu Bubba. Ísólfur segir í samtali við mbl.is að það sé ótrúleg orka í kringum Bubba Morthens,
„Ef það er eitthvert eldfjall sem hættir ekki að gjósa er það örugglega Bubbi Morthens,“ segir Ísólfur sem tók við starfinu í desember á síðasta ári. Ísólfur tekur við keflinu af Páli Eyjólfssyni, eða Palla Papa“ sem var í þessu starfi með Bubba í tæplega tvo áratugi.
Ísólfur er með mörg járn í eldinum en hann starfrækir fyrirtækið Vinir Hallarinnar sem sér um viðburði í Bíóhöllinni á Akranesi, og félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ. Ísólfur kemur einnig að veitingarekstri í Gamla Kaupfélaginu í gegnum Veislur og Viðburðir. Báran Brugghús er einnig á mælaborðinu hjá Ísólfi ásamt Lopapeysballinum á Írskum dögum. Ísólfur hefur einnig komið að skipulagningu á hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum með Helga Björns á sjónvarpi Símaans.
Eldfjallið Bubbi hættir ekki að gjósa