„Ég er glaður að vera kominn heim í ÍA og hlakka til baráttunnar í sumar með strákunum. Það er spennandi sumar framundan í boltanum og markmiðið ávallt að ÍA verði í fremstu röð,“ segir Skagamaðurinn Þórður Þ. Þórðarson í viðtali á heimasíðu Knattspyrnufélags Akraness.
Þórður hefur samið við ÍA á ný eftir að hafa leikið með FH og HK frá árinu 2019. Þórður Þorsteinn er 26 ára og hefur leikið 84 leiki fyrir ÍA og skorað alls 8 mörk.
Þórður er fimmti leikmaðurinn sem kemur til ÍA fyrir tímabilið en fimm leikmenn hafa farið frá félaginu í vetur.
Komnir:
Alex Davey frá Tampa Bay Rowdies
Elias Tamburini frá Grindavík
Hákon Ingi Jónsson frá Fylki
Hrafn Hallgrímsson frá ÍR
Þórður Þorsteinn Þórðarson frá FH
Farnir:
Bjarki Steinn Bjarkason til Venezia
Hlynur Sævar Jónsson í Víking Ó. (Á láni)
Lars Johansson
Marteinn Theodórsson í Víking Ó. (Á láni)
Stefán Teitur Þórðarson til Silkeborg