Alls greindust 10 einstaklingar með Covid-19 smit í gær og var einn þeirra ekki í sóttkví.
Alls eru 109 einstaklingar með Covid-19 smit í einangrun og þar af einn sem er á sjúkrahúsi. Þetta kemur fram á vefnum covid.is. Tæplega 800 einstaklingar eru í sóttkví.
Alls eru 32 börn með Covid-19 smit í einangrun og eru tvö þeirra á leikskólaaldri, 21 barn á aldrinum 6 til 12 ára og 9 börn sem eru 13 til 17 ára.
Alls eru 80 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu í einangrun vegna Covid-19 og 16 á Austurlandi.
Á Vesturlandi eru 7 einstaklingar í sóttkví vegna Covid-19 en ekkert Covid-19 smit er til staðar í landshlutanum samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi.