Hvernig er bólusetningaráætlunin á Vesturlandi vegna Covid-19 á næstunni?

Bólusetning gegn Covid-19 á Vesturlandi gengur samkvæmt áætlun hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Þetta kemur fram í svari HVE vegna fyrirspurnar frá Skagafréttum.

Í dag, 31. mars, fengu einstaklingar 70 ára og eldri á Snæfellsnesi, Hvammstanga og Hólmavík bólusetningu með bóluefninu Astra Zeneca. Um var að ræða 550 skammta og með þessum skömmtum hefur HVE lokið við bólusetningu fyrir +70 á þessu svæði, Snæfellsnes, Hvammstanga og Hólmvík.

Í næstu viku fær HVE meira af Astra Zeneca bóluefninu sem verða nýttir í að ljúka við bólusetningu í +70 aldurshópnum í Búðardal og Borgarnesi.

Dagana 11.-17. apríl verður lokið við að bólusetja aldurshópinn +70 á Akranesi.

Gert er ráð fyrir að bólusetningin fari fram á Jaðarsbökkum þar sem að fjöldinn er það mikill.

Í sömu vik, 11.-17. apríl verður hefst bólusetning með Pfizer bóluefninu á Akranesi og verður unnið áfram í aldursröðinni og eftir nánari fyrirmælum frá landlæknisembættinu.