Alls greindust átta Covid-19 smit á Íslandi og voru fimm þeirra ekki í sóttkví. Þetta kemur fram á RÚV og vefnum covid.is.
Alls eru 118 einstaklingar á landinu í einangrun vegna Covid-19.
Í sóttkví eru alls 405 einstaklingar og fækkar þeim um meira en helming eða úr 972 í 405.
Sóttvarnalæknir segir í viðtali á RÚV að ekki sé vitað um tengsl milli þessara einstaklinga. Flest sem greindust í sóttkví í gær tengist smitum í skólum