Nýjustu Covid-19 tölurnar – smit greindist á Vesturlandi í fyrsta sinn eftir 47 daga hlé

Alls hafa 44 Covid-19 smit greinst á Íslandi á undanförnum sjö dögum og 11 af þeim hafa verið utan sóttkvíar.

Þetta kemur fram í frétt á ruv.is. Í gær greindust alls 6 ný Covid-19 smit og aðeins einn þeirra var utan sóttkvíar. Á landamærunum greindust þrír með Covid-19 smit.

Á Vesturlandi er einn einstaklingur í einangrun vegna Covid-19 smits og einn til viðbótar er í sóttkví – samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi frá því í gær. Ekki er búið að uppfæra þessar upplýsingar í dag.