Í gær var sýnd á RÚV helgistund sem tekin var að mestu upp í Hallgrímskirkju í Saurbæ.
Kammerkór Akraneskirkju undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar er á meðal tónlistarflytjenda ásamt Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur, Davíð Sigurgeirssyni og Benedikt Kristjánssyni tenór.
Biskup Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir, sá um stundina og Sr. Þóra Björg Sigurðardóttir flutti hugvekju.