Áhugavert kynningarmyndband frá Elkem

Kísilver Elkem Ísland á Grundartanga hefur á undanförnum árum þróað og aukið við vöruframboð sitt til að koma til móts við síbreytilegar þarfir markaðarins og þar með hefur opnast möguleiki á að þjóna stærri mörkuðum.

Fyrirtækið framleiðir kísilmálm og kísilryk úr málmgrýti (kvars og járngrýti) og kolefni (s.s. kol, koks og timburkurl) og notar til þess orku sem framleidd er með vatnsafli. Dæmi um vörur sem innihalda kísilmálm frá Elkem Ísland eru m.a. rafmagnsstál fyrir spenna og rafmótora sem notaðir eru í rafmagnsbíla, hástyrktarstál fyrir vindmyllur, ryðfrítt stál fyrir farartæki, hnífapör, kúlur, legur, byggingarstál.

Elkem hefur sett saman kynningarmyndband fyrir alþjóðlegan markað en Tómas Freyr Kristjánsson sá um gerð myndbandsins – sem er hér fyrir neðan.

Elkem Iceland from Tomas Kristjansson on Vimeo.