Markvörðurinn hávaxni Dino Hodžić semur við ÍA

Markvörðurinn Dino Hodžić hefur samið við Knattspyrnufélag Akraness en hann hefur leikið með Kára í 2. deildinni.

Dino Hodžić er 25 ára gamall og hefur vakið athygli fyrir leik sinn með Kára – og þá sérstaklega hversu margar vítaspyrnur hann hefur varið.

Króatíski markvörðurinn er mjög hávaxinn eða 2.05 metrar á hæð.

Hann hefur leikið með FC Fredericia og varaliði Vejle.

Hann var varamarkvörður ÍA í Pepsi-Max deildinni sumarið 2019 og er þetta því í annað sinn sem Dino Hodžić gengur í raðir Skagamanna.