Fyrirtækið Icewind, sem hannar og smíðar litlar vindtúrbínur, mun hefja starfsemi í Nýsköpunarsetrinu á Breið í sumar. Leigusamningur þess efnis var undirritaður í dag.
Vindtúrbínur frá Icewind eru ætlaðar fyrir öfgafullt veðurfar á norðurslóðum þar sem sólarorka er takmörkuð.
IceWind hannar og framleiðir litlar vindtúrbínur fyrir fjarskiptamöstur, heimili, sumarhús og bóndabæi. Mikill áhugi er fyrir þessum orkugjafa, sér í lagi í útlöndum. Túrbínurnar eru hannaðar fyrir norðlægar slóðir þar sem miklar sveiflur geta orðið á vindhraða.
Sæþór Ásgeirsson og Ásgeir Sverrisson forsvarsmenn Icewind skrifuðu undir samninginn í dag fyrir hönd fyrirtækisins og það gerði einnig Gísli Gíslason frá Breið þróunarfélagi.