Nýjustu Covid-19 tölurnar – ellefu ný smit og helmingur utan sóttkvíar

Alls greindust 11 einstaklingar með Covid-19 smit i gær og var stór hluti þeirra utan sóttkvíar eða alls 6. Þetta kemur fram á vefnum covid.is. Alls eru nú 132 einstaklingar með Covid-19 smit á landinu og 904 eru í sóttkví.

Flestir þeirra sem greindust utan sóttkvíar tengjast samkvæmt frétt á visir.is og svona mörg smit hafa ekki greinst innanlands síðan 23. mars.

24.344 eru nú fullbólusettir hér á landi og er bólusetning hafin hjá 25.915 til viðbótar.

Samkvæmt tölum á covid.is er einn einstaklingur á Vesturlandi í einangrun vegna Covid-19 og einn er í sóttkví.

AðseturEinangrunSóttkví
Höfuðborgarsvæði10193
Suðurnes314
Suðurland134
Austurland115
Norðurland eystra20
Norðurland vestra00
Vestfirðir00
Vesturland11
Óstaðsett110
Útlönd00