Arnór með flott tilþrif og stoðsendingu í sigri CSKA Moskvu

Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson hefur náð sér vel á strik í undanförnum leikjum með CSKA Moskvu. Arnór lagði upp mark í sigurleik rússneska úrvalsdeildarliðinu um síðustu helgi – og var valinn í lið vikunnar hjá fótboltafréttavefnum Whoscored.

Arnór sýndi skemmtileg tilþrif í leiknum þar sem hann sendi boltann á milli fóta leikmanns Rotor með frábærri tækni út við hliðarlínuna.

CSKA Moskva er í fjórða sæti deildarinnar eftir 25 leiki. Arnór hefur verið í leikmannahóp í 24 leikjum og misst af einum leik vegna meiðsla. Hann hefur veri í byrjunarliðinu í undanförnum leikjum og alls 9 sinnum á tímabilinu. Arnór hefur komið inná sem varamaður í 10 leikjum og í 5 leikjum hefur hann verið í leikmannahóp án þess að fá tækifæri.

Arnór hefur skorað tvö mörk á tímabilinu og gefið þrjár stoðsendingar.

Smelltu hér fyrir neðan til að sjá stoðsendinguna hjá Arnóri.