Í fyrsta sinn frá 18. mars eða í 28 daga greindist ekkert Covid-19 smit í þeim einstaklingum sem voru skimaðir í gær á Íslandi.
Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Fimm einstaklingar greindust með smit við skimun á landamærunum.
Alls voru tekin 688 einkennasýni í gær og til viðbótar 507 sýni á landamærunum.
Alls eru 80 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 og 165 einstaklingar eru í sóttkví. Þá eru tveir einstaklingar á sjúkrahúsi vegna veikinda sem tengjast Covid-19.