Nýjustu Covid-19 tölurnar – 16. apríl 2021

Alls greindust fjórir einstaklingar með Covid-19 smit í gær og voru þrír þeirra ekki í sóttkví við greiningu. Við landamærunum greindust þrjú smit – en um 700 sýni voru tekin innanlands.

Í sóttkví eru 165 einstaklingar og 73 einstaklingar eru í einangrun með Covid-19 smit. Alls eru þrír einstaklingar á sjúkrahúsi vegna Covid-19 veikinda.

Frá þessu er greint á vefnum covid.is. Þar kemur fram að 22 einstaklingar eru í sóttkví á Vesturlandi og 2 einstaklingar eru í einangrun vegna Covid-19.