SkagaTV: Gleði á fyrstu fótboltaæfingunni eftir langt Covid-19 hlé

Það var griðarlega góð stemning í Akraneshöllinni í dag þegar yngstu iðkendur úr röðum Knattspyrnufélags ÍA fengu tækifæri til að mæta á æfingu eftir langt Covid-19 hlé.

Skagafréttir mættu á svæðið og hér er stutt myndband sem segir allt sem segja þarf um gleðina sem ríkti hjá krökkunum efnilegu.