Hér eru mörkin úr æfingaleik ÍA og Selfoss

Karlalið ÍA og Selfoss áttust við í gær í æfingaleik sem fram fór á gervigrasvelli Selfossliðsins. Það styttist í að Íslandsmótið hefjist í lok apríl en ÍA leikur gegn Íslandsmeistaraliði Vals í fyrstu umferð á Hlíðarenda föstudaginn 30. apríl.

Selfoss leikur í næst efstu deild en liðið kom upp úr 2. deild á síðustu leiktíð. Skagamaðurinn Dean Martin er þjálfari Selfoss og Þór Llorens Þórðarson, fyrrum leikmaður ÍA, er að hefja sitt þriðja tímabil með liðinu.

Selfoss komst yfir í leiknum en Skagamenn jöfnuðu og lönduðu að lokum 2-1 sigri.

Leikurinn var sýndur á Youtube rás Selfoss og hér má sjá mörkin úr leiknum sem ÍATV tók saman.