Sænskan er leikur einn fyrir Hallberu – jafntefli í fyrsta leik

Hallbera Guðný Gísladóttir, fyrrum leikmaður ÍA, leikur með sænska knattspyrnuliðinu AIK í úrvalsdeildinni. Hallbera Guðný þekkir vel til sænsku deildarinnar en AIK er þriðja liðið sem hún leikur með í sænsku deildinni.

Um helgina gerðu AIK og Vaxjö jafntefli í opnunarumferð deildarinnar. Íslenska landsliðskonan er fyrirliði AIK og hér fyrir neðan má sjá viðtalið sem fram fer á sænsku að sjálfsögðu. Það vefst ekkert fyrir Hallberu Guðnýju sem talar sænsku eins og hún hafi ávallt búið í Svíþjóð.

Hallbera er fjórði leikjahæsti leikmaður frá upphafi í A-landslið kvenna. Hún hefur leikið 118 leik og skorað í þeim 3 mörk. Sara Björk Gunnarsdóttir er leikjahæst með 134 leiki en þar á eftir koma tveir leikmenn sem hafa lagt skóna á hilluna – Katrín Jónsdóttir

leikjahæstu leikmanna íslenska landsliðsins en hún er 34 ára gömul – og hefur leikið 117 landsleiki og skorað í þeim 3 mörk.

Ferill Hallberu samkvæmt Wikipedia síðu hennar:

ÁrLiðLeikir(Mörk)
2005ÍA14(1)
2006–2011Valur96(31)
2012–2013Piteå IF40(1)
2014Torres13(1)
2014Valur10(0)
2015–2016Breiðablik36(2)
2017Djurgårdens IF22(0)
2018-2020Valur51(1)
2021-AIK0(0