Nýjustu Covid-19 tölurnar – á þriðja tug nýrra smita greindust í gær

Alls greindust 21 í gær með Covid-19 smit á landinu og voru þrír þeirra utan sóttkvíar.

Einn greindist við landamærin með Covid-19 veiruna. Mjög margir voru skimaðir í gær eða rúmlega 4000 einstaklingar.

Rúmlega 500 eintaklingar eru í sóttkví þessa stundina en þeir voru rétt um 390 í gær.

Á Vesturlandi er óbreytt staða miðað við tölurnar sem birtar eru á vefnum covid.is.