Nýjustu Covid-19 tölurnar – töluvert af nýjum smitum en fáir utan sóttkvíar

Alls greindust 12 einstaklingar hér á landi með Covid-19 smit í gær, og voru aðeins tveir utan sóttkvíar. Alls eru 120 í einangrun á landinu vegna Covid-19 smits.

Þetta kemur fram á vefnum covid.is. Alls eru 786 í sóttkví og 949 eru skimunarsóttkví.

Frá því að faraldurinn hófst hafa 6.362 smit verið staðfest á Íslandi. Þá hafa 335.253 sýni verið tekin innanlands frá 28. febrúar 2020.

Á Vesturlandi er staðan svipuð og undanfarna daga. Alls eru 9 einstaklingar í sóttkví og einn er í einangrun vegna Covid-19.

AðseturEinangrunSóttkví
Höfuðborgarsvæði102657
Suðurnes25
Suðurland1289
Austurland02
Norðurland eystra03
Norðurland vestra01
Vestfirðir11
Vesturland19
Óstaðsett219
Útlönd00